Fjórða bókin í ritröðinni um ásinn Loka sem Óðinn sendir niður til jarðar sem 12 ára strák til að hann sjái að sér og fari að verða almennilegur. Það gengur nokkuð brösulega. Loki þarf að færa dagbók á hverjum degi. Dagbókin býr yfir undraeiginleikum vegna þess að hún veit hvort Loki er að segja satt eða skrökva og hún gefur honum dyggðastig þegar hann gerir vel en mínusstig þegar hann er prakkari.
Ég heiti Loki og ég er bestur
í öllu. Því miður er ég líka bestur
í að afla mér óvina! Og núna þarf ég að
laga aðeins til í lífi mínu og vinna í því að ...
1) GEORGÍNA VERÐI AFTUR VINKONA MÍN
2) LIFA AF HÓLMGÖNGU gegn hefni-gjörnum álfi sem beitir göldrum
3) BJARGA HEIMINUM FRÁILLUM ÖFLUM
Æ-i! Hættu þessu! Víst eru þetta verulega ill öfl!
Solveig Sif Hreiðarsdóttir íslenskaði