top of page

Gömlu lögreglufélagarnir, Signe og Juncker, eru sameinuð að nýju í þriðju bókinni í metsölubókaflokki Faber & Pedersen.

 

Eftir útlegðina í Sandsted er Martin Juncker kominn aftur til Kaupmannahafnar. Hann er að ganga í gegnum skilnað við konuna sína og er endanlega fluttur út úr húsinu í Kartofelrækkerne og kominn í litla leiguíbúð í Norðvesturbænum. Heilsan er heldur ekki upp á það besta.

Hann er rétt kominn aftur til starfa í ofbeldisglæpadeildinni eftir alvarlega skurðaðgerð þegar ung kona finnst myrt á Amager almenningnum. Hún hefur verið kyrkt og skilin eftir hálfnakin og svívirt í kjarri. Fötin hennar eru snyrtilega samanbrotin á jörðinni við hlið líksins. Engar greinilegar vísbendingar eru til staðar. Ekkert lífsýni. En morðið kveikir á einhverju hjá Juncker. Tíu árum fyrr rannsakaði hann svipað mál en fann aldrei gerandann. Nú getur hann ekki varist þeirri hugsun að mögulega sé um sama morðingja að ræða.

 

Signe Kristiansen er ánægð með að vera búin að fá Juncker aftur. Hún er að rannsaka hnífstungumál þar sem ungur nýnasisti beið bana í lögregluaðgerð á Nørrebro. Tvö óskyld mál þar til í ljós koma sláandi tengsl milli fólks

Signe kljáist enn við sálræn eftirköst nauðgunarinnar fyrir fjórum árum þegar samstarfsmaður hennar varð henni næstum að bana. Í laumi hefur hún fylgst náið með nauðgaranum og hvert einasta nauðgunarmál sem tekið er til rannsóknar rífur ofan af sárinu. Smám saman áttar hún sig á því að hún verður að gera eitthvað róttækt eigi líf hennar að komast á réttan kjöl.

Kyrkjari er grípandi glæpasaga beint úr samtímanum um hefnd, illsku og dauðageig og er þriðja sjálfstæða bókin í bókaflokknum um Martin Juncker.

Kyrkjari

SKU: 9789935948847
2.999krPrice
Tax Included
    bottom of page