
Maddý, Tímon og Bleika leynifélagið, eftir Ilona Kostecka, er dásamleg ný bók fyrir yngstu lesendurna.
Bókin segir frá systkinunum Maddý og Tímon. Dag einn fara þau með pabba út á róló og hitta þar vini Tímons frá leikskólanum. Alltaf þarf litla systir að hanga í bróður sínum en óvænt finna krakkarnir leynistað og ákveða að stofna sitt eigið leynifélag. Fallega myndlýst og skemmtileg bók fyrir yngsta fólkið okkar. Fyrir börn á leikskólaaldri.
Maddý, Tímon og Bleika leynifélagið fæst í netverslun Kvers og í verslunum Pennans Eymundsson. Frí heimsending er á höfuðborgarsvæðinu ef keypt er í vefverslun Kvers og einnig er frí heimsending út á land ef keypt er fyrir tilekna lágmarksupphæð.
Comentários