Tvistur og Basta eru mætt og fóru beint á metsölulistann!
- Admin
- Oct 28, 2019
- 1 min read
Updated: Mar 29, 2020

Tvistur og Basta (e. The Twits) eru andstyggileg hjón. Þau eru andstyggileg við hvort annað og nota hvert tækifæri til að hrekkja hvort annað. Það er helst að þau séu samstiga þegar þau taka sig saman um að gera öðrum grikk. Tvistur og Basta eru ein fyndnasta bók Roalds Dahl og öll fjölskyldan getur skemmt sér konunglega við lesturinn, líka afi og amma! Nú eru þau komin í nýrri og frábærri íslenskri þýðingu og bókin rauk beint inn í 4. sætið á metsölulista Eymundsson.