Georg er 8 ára strákur sem býr á bóndabýli með foreldrum sínum og ömmu. Hann þarf stundum að passa ömmu sína, en hún er andstyggileg við hann. Georg ákveður því að lækna ömmu af andstyggðinni með því að búa til nýtt lyf handa henni, hitt lyfið var hvort eð er ekkert að virka. Lyfið nýja reynist hafa allt aðra virkni en til var.
Georg og magnaða mixtúran úr smiðju Roalds Dahl, rithöfundarins ástsæla, er óborganlega fyndin og skemmtileg bók. Hentar öllum krökkum, foreldrum, ömmum og öfum og einstaklega vel til upplestrar.
Georg og magnaða mixtúran fæst í Eymundsson og öðrum betri bókaverslunum.