Gömlu félagarnir, Signe og Juncker, eru sameinuð á ný í þriðju bókinni í metsölubókaflokki Faber & Pedersen.
Eftir útlegðina í Sandsted er Martin Juncker aftur í Kaupmannahöfn Skilnaðurinn er frágenginn og hann fluttur út úr húsinu í Kartoffelrækkerne í litla leiguíbúð. Heilsan er heldur ekki upp á það besta.
Hann er rétt kominn aftur til starfa í ofbeldisglæpa-deildinni eftir alvarleg veikindi þegar ung kona finnst myrt á Amager almenningnum. Hún hefur verið kyrkt og skilin eftir hálfnakin og svívirt í kjarri. Föt hennar eru snyrtilega samanbrotin á jörðinni við hlið líksins. Vísbendingar eru engar. Morðið vekur minningu hjá Juncker. Fyrir tíu árum fann hann ekki gerandann í svipuðu máli. Hann getur ekki varist þeirri hugsun að um sama morðingja getir verið að ræða.
Signe Kristiansen fagnar endurkomu Junckers. Hún rannsakar dauða ungs nýnasista í lögregluaðgerð á Nørrebro. Tvö óskyld mál þar til skýr tengsl koma í ljós.
Kyrkjari er grípandi glæpasaga beint úr samtímanum um hefnd, illsku og dauðageig og er þriðja sjálfstæða bókin í bókaflokknum um Martin Juncker.
Lesa fyrstu tvo kafla bókarinnar.