top of page
Kaldaslod_kapa_PRINT_2104304.png

Allir í dönsku lögreglunni vita hver Martin Junckersen er. Einn reyndasti og besti rannsóknarlögreglumaður landsins, vel giftur, tveggja barna faðir. En Juncker hefur orðið á og tekið hliðarspor. Hann hefur verið fluttur til í starfi og býr nú í litlu syfjuðu sveitaþorpi á Suðaustur-Sjálandi. Honum hefur verið falið að stýra nýrrilögreglustöð í þorpinu og ætlar jafnframt að nýta tímann til að hugsa um aldraðan heilabilaðan föður sinn. Ekki ætti þetta að kalla á mikil átök en fyrr en varir fær hann stórbrotið morðmál inn á borð til sín. Karlmaður finnst látinn og eiginkona hans er horfin. Engin hefur orðið neins var, engar vísbendingar er að finna og engin augljós ástæða virðist vera fyrir morðinu.

 

Fyrrverandi félagi Junckers í Kaupmannahafnarlögreglunni, Signe Kristiansen, er enn í sínu gamla starfi í Kaupmannahöfn. Hún hlakkar til rólegra og notalegra jóla með fjölskyldu sinni en allt breytist þegar öflug sprengja springur á jólamarkaði í miðborg Kaupmannahafnar. Signe er ein þeirra sem stýrir leitinni að sprengjuvörgunum en fáar vísbendingar er að finna og slóðin virðist köld – þar til hún fær ábendingu sem beinir málinu í farveg sem henni hefði ekki einu sinni komið til hugar í sínum villtustu draumum.

Lesa inngang og fyrsta kafla bókarinnar

Kaupa bók

bottom of page