Kim Faber & Janni Pedersen
Kaldaslóð (d. Vinterland) var fyrsta skáldsaga blaðamannahjónanna Kims Fabers og Janniar Pedersens og kom út 2019. Bókin sló hressilega í gegn í Danmörku og víðar og kom út hér á landi í maí 2020. Kvikmyndaréttur að bókinni hefur verið seldur. Meinsemd (d. Satans sommer) er önnur bókin í röðinni um lögreglumanninn Juncker og kom út í Danmörku 2020. Hún kom út í lok október 2021 hér á landi.
Kim (f. 1955) er arkitekt og blaðamaður á Politikken þar sem hann hefur meðal annars fjallað um fréttir og menningu auk þess að ritstýra. Hann er höfundur þriggja fagrita.
Janni (f. 1968) er þáttastjórnandi og fjallar um lögreglu- og dómsmál á TV 2. Áður starfaði hún á heimildamyndasviði hjá Nordisk Film. Árið 2018 kusu lesendur Billed-bladets hana fréttaþáttastjórnanda ársins.
Hjónin búa á Innri Nørrebro í Kaupmannahöfn.